Björnssafn

Einkabókasafn sr. Björns Jónssonar, sóknarprests og prófasts (1927 - 2011) var gefið og formlega afhent þann 16. mars 2011 á heimili þeirra hjóna, sr. Björns og Sjafnar P. Jónsdóttur að Ásabraut 2. 

Í Björnssafni eru fágætar bækur prentaðar á Leirárgörðum og Beitistöðum. Vesturheimsprent; fágætar frumútgáfur íslenskra rita; gömul íslensk tímarit. Fágætt safn biblía og trúarrita. Rit í Björnssafni eru eingöngu til afnota á bókasafninu og eru varðveitt í geymslu safnsins. Hægt er að fletta ritunum upp á leitir.is