Bókin heim

Bókin heim er heimsendingarþjónusta til þeirra sem vegna fötlunar, aldurs eða annarra aðstæðna komast ekki í bókasafnið. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu. Komið er u.þ.b. einu sinni í mánuði með bækur, sem starfsmenn velja í samráði við viðkomandi og ákveða einnig fjölda bóka, hljóðbóka eða annað safnefni sem fólk fær í hvert sinn. Þeim sem vilja notfæra sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við afgreiðslu safnsins í síma 4331200 eða senda póst á bokaverdir@akranes.is