Saga Bókasafns Akraness

Langflest bókasöfn landsins voru upphaflega lestrarfélög sem störfuðu í almenningsþágu. Þann 6. nóvember árið 1864 stofnaði Hallgrímur Jónsson hreppstjóri í Guðrúnarkoti, ásamt 36 öðrum stofnfélögum, lestrarfélag á Akranesi. Þau félagasamtök, sem mest létu að sér kveða í íslenskum sveitum og þorpum eftir aldamótin, voru ungmennafélögin og góðtemplarastúkurnar. Þessi félagasamtök beittu sér fyrir fjölda göfugra málefna til almenningsheilla. Hér á Akranesi létu þessi félög málefni Lestrarfélagsins mjög til sín taka. Þetta var upphafið að farsælu starfi bókasafns á Akranesi.

Nánar um sögu Bókasafns Akraness má lesa í grein sem birtist í Árbók Akurnesinga 2015: 

Stiklur úr 150 ára sögu safnsins