Leshringir

Á bókasafninu starfa tveir leshringir yfir vetrarmánuðina og eru öllum opnir meðan pláss leyfir. Fundir eru einu sinni í mánuði, annan þriðjudag og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16.15 - 17.15. Áhugasamir hafi samband við safnið. Hvar: á Bókasafninu, undir rauðu lömpunum. Hvenær: Fundir eru í september, október og nóvember. Hlé er í desember en síðan í janúar og fram í maí. 

Umsjón: Halldóra Jónsdóttir - halldora.jonsdottir@akranessofn.is

Leshringurinn Bókaormarnir.
Lesefni á vorönn 2022:
11. janúar - spjall um bækur lesnar um jólin
8. febrúar - Fjötrar / Sólveig Pálsdóttir
8. mars - Dægurvísa og Í sama klefa / Jakobína Sigurðardóttir
12. apríl - Að telja upp í milljón / Anna Hafþórsdóttir
19. maí - Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant / Honeyman, Gail 

Stóri Leshringurinn
Lesefni á vorönn 2022:
20. janúar - spjallað um bækur úr jólabókaflóðinu
17. febrúar - Móðir eftir Alejandro Palomas og ljoðabókin Umframframleiðsla eftir Tómas Ævar Ólafsson 
17. mars - Gríma / Benný Sif Ísleifsdóttir og ljóðabókin Troðningar eftir Jón Hjartason 
13. apríl (ath miðvikudagur) Dóttir hafsins / Kristín Björg Sigurvinsdóttir
31. maí - síðasti fundur fyrir sumarfrí, Farangur / Ragnheiður Gestsdóttir (ath nýr fundartími). Höfundur kemur á fundinn.

Hér má nálgast lista yfir eldra lesefni bókaklúbbanna.