Lánþegaskírteini - bókasafnskort
Til að fá lánuð gögn á safninu er nauðsynlegt að eiga lánþegaskírteini. Gögn safnsins eru ekki lánuð út án framvísun skírteinis.
Öllum er heimilt að fá skírteini, gildistími er eitt ár og er greitt samkvæmt gjaldskrá
Lykilorð
Lánþegar velja sér lykilorð með skírteinum sínum. Lykilorðið er notað í sjálfsafgreiðsluvélunum og til að komast á "mínar síður" á leitir.is. Þar er hægt að endurnýja safnefni, ef ekki liggur fyrir pöntun á því, skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni.
Útlán og skil
Bækur eru almennt lánaðar út í 30 daga, nema annað sé tekið fram. Nýjar eftirsóttar bækur eru lánaðar út í 14 daga. Útlánatími mynddiska er 7 dagar og eru þeir leigðir út án gjalds.
Bækur er hægt að endurnýja tvisvar sinnum, nema frátekt liggi fyrir. Hægt er að endurnýja lán á safnefni, á safninu, á leitir.is eða með símtali í síma 433 1200.
Áminning um skiladag er að jafnaði send til þeirra sem eru með netfang sitt skráð. Vert er þó að benda á að það er alfarið á ábyrgð lánþegans að gögnum sé skilað á réttum tíma. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Innheimtubréf er sent 30 dögum eftir skiladag. Forráðamenn fá innheimtubréf vegna vanskila barna og unglinga.
Millisafnalán
Bókasafnið býður upp á millisafnalánaþjónustu. Greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá. Bókaverðir aðstoða við þjónustu ef óskað er.
Pantanir
Leyfilegt er að panta öll gögn sem merkt eru útlánadeild. Hægt er að panta bækur í síma 433 1200. Greitt er gjald fyrir frátektir, sjá gjaldskrá. Hringt er í viðkomandi einstakling þegar efnið sem hann pantaði er komið inn. Sá sem pantar bók eða annað efni skal nálgast það innan tveggja daga frá því að náðist í hann í síma. Ef gagnið hefur ekki verið sótt eftir þann tíma fer það til þess næsta sem hafði pantað eða aftur út í hillu.
Sektir og glatað efni
Gögn safnsins skulu innheimt þegar lánstími þeirra hefur runnið út. Sekt reiknast á safngögn sem ekki er skilað á réttum tíma.
Skemmist bók eða týnist, greiðist fyrir hana með nýrri eða andvirði hennar. Vinsamlega látið afgreiðslu vita ef bók eða tímarit skemmist í útláni, reynið ekki að gera við safngögn í eigu Bókasafns Akraness.
Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir skal viðskiptavinur sem í vanskilum er útvega bókasafninu eintak sem samsvarar því eintaki sem glatað er.