Sögustundir

Yfir vetrartímann, frá 1. október - 31. maí, er boðið upp á sögustundir fyrir leikskólanemendur. Þessar sögustundir eru á þriðjudagsmorgnum frá kl. 9. Panta verður heimsókn með minnst eins dags fyrirvara í síma 433 1200 eða á póstfangið bokasafn@akranessofn.is Staðfesting verður send ef pantað er á póstfangið. Tiltaka skal fjölda og aldur barnanna þegar pantað er. 

Í sögustundum er lesið fyrir börnin, þeim sagðar sögur og farið með vísur og þulur. Einnig er spjallað við börnin um lesefnið. Það er bæði lesið upp úr nýjum og gömlum íslenskum bókum og bókum sem starfsmenn hafa þýtt. Oftar en ekki er myndunum varpað upp á vegg svo allir sjái betur. 

Umsjón: Ásta Björnsdóttir - asta.bjornsdottir@akranessofn.is