Svöfusalur

Um Svöfusal

Námsverið Svöfusalur er opið virka daga fyrir gesti safnsins frá kl. 8.00 að morgni. Gengið er inn um norðurinnganginn þar til Bókasafnið opnar kl. 10.00, þá opnar að sunnanverðu líka. Hægt er að sækja um aðgangskort að salnum og hafa aðgang allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Sótt er um hér. Nánari upplýsingar er hægt að fá í afgreiðslu safnsins eða í síma 433 1200. 

Hægt er að leigja Svöfusal fyrir fundi og námskeið. Í salnum er skjávarpi. Allar nánari upplýsingar fást í afgreiðslu safnsins, í síma 433 1200 eða á netfanginu bokasafn@akranessofn.is

Neyðarsími Securitas / 533 5533 (Svöfusalur)

Aðgangskort - reglur

Aðgangskort að salnum veitir aðgang óháð opnunartíma bókasafnsins. Greitt er tryggingagjald fyrir kortið. Korthafar verða þó að taka tillit til bókaðrar dagskrár í salnum, tilkynningar birtast í námsverinu og á vefnum. 

  • Gangið snyrtilega um salinn og munið að loka glugganum áður en salurinn er yfirgefinn. 
  • Munið að slökkva ljósin, þegar síðasti námsmaður yfirgefur salinn.
  • Við flokkum rusl. Í anddyri er blá tunna fyrir pappír og rauð tunna fyrir dósir og flöskur, skilagjaldslausar umbúðir. Almennt sorp í tunnu sem er í námsverinu sjálfu. 
  • Takið tillit til annarra, námsverið er ekki ætlað til hópavinnu ef aðrir eru í salnum. 
  • Handhafar lykla eiga að skrá sig inn með lykli, alltaf. 

Handbókadeild er í Svöfusal. Bækurnar eru eingöngu til notkunar í bókasafninu.