Viðburðadagatal

1. júlí - 2. september
Sumarlestur ungmenna, 13 - 18 ára, stendur frá 1. júlí til 2. september. Þá verður dregið úr þátttökumiðum og fær vinningshafi gjafabréf í Pennanum Eymundsson. Einn þátttökumiði fyrir hverja bók sem lesin er á tímabilinu 1. júlí - 1. september. Hægt er að fylla út miða á safninu eða rafrænt.
1. júlí - 2. september
Sumarlestur fullorðinna, 19 ára og eldri, stendur frá 1. júlí til 2. september og verður þá dregið úr þátttökumiðum. Einn þátttökumiði fyrir hverja bók sem lesin er á tímabilinu 1. júlí - 1. september. Hægt er að fylla út miða á safninu eða rafrænt.
4. júlí - 10. ágúst
Fornir íslenskir prentstaðir í boði Old Icelandic Books. Opnun 3. júlí 2024 - kl. 16:00 á Bókasafni Akraness. Old Icelandic Books koma með menningararfinn af svæðinu til sýnis. Þar á meðal eru bækur sem prentaðar voru á þessum tíma, 18. og 19. öld ásamt líkönum af stöðunum. Sá sem stendur á bakvið Old Icelandic Books er Eyþór Guðmundsson frá Beitistöðum í Leirársveit. Þar var prentsmiðja á árunum 1815 til 1819 og er ein af þessum fornum prentstöðum.
13. ágúst
Húllum - hæ lokahátíð sumarlestursins.