Viðburðadagatal

14. desember kl. 11:00-14:00
Laugardagar eru fjölskyldudagar. Við ætlum að perla, gera jólaskraut og horfa á jólamyndir. Allt annað á sínum stað að vanda. Verið hjartanlega velkomin. Höfum það notalegt saman á laugardögum í desember.
18. desember kl. 15:00-16:00
Handavinnufólk hittist á miðvikdögum kl. 15:00. Allir eru velkomnir að koma og prjóna, hekla og eiga notalega stund á bókasafninu. Alltaf heitt kaffi á könnunni.
18. desember kl. 16:30-17:30
Á vetrardagskrá Bókasafns Akraness eru fastar sögustundir fyrir yngri börnin á miðvikudögum kl. 16.30. Þá eru lesnar stuttar og skemmtilegar sögur, stundum er sungið. Á eftir er spjallað, litað og teiknað.
19. desember kl. 10:00-12:00
Foreldramorgnar eru vettvangur fyrir foreldra og verðandi foreldra til þess að hittast með börn sín og spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar.
20. desember kl. 11:30-12:30
Karlaspjall.
21. desember kl. 11:00-14:00
Laugardagar eru fjölskyldudagar. Síðasti laugardagur fyrir jól og við ætlum að hafa það notalegt og hlusta á jólasögur og syngja saman. Spil, púsl, kubbar, litir og kaffi á sínum stað. Höfum það notalegt saman á laugardögum í desember.