Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

Viðburðir

 • Úr Bréfi til Láru 

  "Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra."  

   

  Þórbergur Þórðarson 

   

   

 • Lína Langsokkur

  Lína kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1945 í sögu Astrid Lindgren. Í dag er Lína langsokkur með vinsælustu sögupersónum barnabóka og er oft skipað í flokk sem eftirlætis sögupersóna barna en einnig sem feminísk sögupersóna. Árið 2018 höfðu bækurnar verið þýddar á 76 tungumál auk þess sem fjöldi kvikmynda og sjónvarpsþátta hafa verið gerðir.

   

   

 • STAKA

   

          Þegar blóðið er og hjartað er ungt

          er hægt að freistast, en sigra þungt.

          Að dæma hart það er harla létt,

          en hitt er örðugra: að dæma rétt.

                                              Jón Ólafsson