11.01.2023
Foreldramorgnar halda áfram á fimmtudagsmorgnum kl. 10 enn sem komið er, kannski kemur annað í ljós á þessum umræðufundi, hver veit.
Hlakka til að hitta ykkur og spjalla,
Hrafnhildur Maren.
10.01.2023
Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum og/eða í sýningarkössum.
Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust.
Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.
04.01.2023
Halldóra Jónsdóttir lét af störfum sem bæjarbókavörður nú um áramótin og viljum við þakka henni innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Óskum við henni velfarnaðar í framtíðinni.
Við hennar starfi tók Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir.
21.12.2022
Lokað á rauðum dögum, opið virka daga.
26.11.2022
Egill Helgason, hinn eini og sanni, kíkti á okkur í vikunni og skoðaði listaverkið af sjálfum sér eftir Tinnu Royal.
22.11.2022
Aðventusýning í Bókasafni Akraness
Skagakonan Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir sýnir ýmsar jólahannyrðir sínar í Bókasafni Akraness. Hún hefur búið í Innri Akraneshreppi hinum forna og á Akranesi alla sína tíð, er fædd 1935, og starfaði sem hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi Akraness og Dvalarheimilinu Höfða. Nú hefur hún sett upp sýningu á ýmsum jólahannyrðum sínum á Bókasafni Akraness, bæði hekl og útsaum af ýmsu tagi.
"Þetta hef ég verið að föndra við gegnum árin. Það elsta er frá 1962 en hið yngsta bjó ég til á þessu ári. Ég nýt þess að stunda hannyrðir og það besta sem ég fékk í jólagjöf sem krakki var eitthvað til að sauma."
Sýningin á Bókasafni Akraness opnar formlega á fimmtudaginn 24. nóvemnber kl. 16:00 og eru allir velkomnir í kaffi, pönnukökur og kleinur. Hún verður uppi um aðvetuna.
15.11.2022
Loksins, loksins er umsóknarformið komið í lag. Það hefur ekkert breyst og er enn á sama stað - undir umsóknir hér á forsíðunni.
12.11.2022
Upplestur og kynninga á vinarbæjarmótum sl. sumar og haust.
01.11.2022
Skuggaleikhús í dag fyrir yngstu börnin