Sýning leikskólabarna

Listaverk leikskólabarna af Garðaseli prýða nú veggi og sýningakassa á bókasafninu. Endilega komið og skoðið þessa flottu sýningu.

Lokað yfir páskahátíðina

Bókasafnið er lokað frá 14. apríl til 18. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 19. apríl kl. 10. Hægt er að skila bókum í skilakassa í Krónunni. Gleðilega páska.

Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár

Við á bókasafninu erum að setja upp sýninguna Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár. Þessi klausa er úr grein úr 1. tbl. 1. árg. blaðsins Akranes sem kom út 23. apríl 1942

Biblioteka czyta dzieciom - Pólsk sögustund

Ogloszenie biblioteki miejskiej w Akranes. Czytanie bajek po polsku w czwartek 17 marca o 16:30.

Breyttur tími foreldramorgna

Við höfum fært foreldramorgna til og eru þeir nú á mánudagsmorgnum kl. 10.

Lokað fyrir hádegi 24. mars

Bókasafnið verður lokað fimmtudaginn 24. mars á milli kl. 10 og 12 vegna starfsmannafundar.

Skiptiplöntumarkaður - og söguganga

Ertu með afleggjara og langar í nýjar plöntur? Þá er tilvalið að koma á Bókasafni laugardaginn 19. mars milli kl 11-14. Katrín Leifsdóttir hússtjórnarkennari verður á staðnum og veitir hagnýt ráð.

Hafið - sýning Brynju Brynjars

Hafið er sería innblásin af náttúrunni þar sem Brynja leyfir tilfinningum og líðan ráða förinni í verkunum.

Öskudagsgleði

Starfsfólk Bókasafnsins tekur á móti sönghópum á öskudaginn. Við viljum gjarnan fá að taka myndir af krökkum í búningum til að eiga í myndasafninu okkar. Verið velkomin frá 12-15.

Hannyrðafólk athugið!

Hvað ert þú með á prjónunum? Kanntu að hekla? Ertu að sauma út? Hannyrðafólk hittist á Bókasafninu á miðvikudögum kl. 14.00. Viltu vera með? Komdu og hittu okkur undir rauðu lömpunum.