Old Icelandic Books

Í tilefni opnun sýningarinnar sem var sl. fimmtudag kemur Eyþór Guðmundsson í heimsókn þann 11. júlí kl. 14:00 og segir okkur söguna á bak við Old Icelandic Books. Eyþór Guðmundsson ólst upp í Leirársveit, nánar tiltekið á Beitistöðum en þar var prentsmiðja landsuppfræðingafélagsins fyrir rúmum 200 hundruð árum síðan. Frá unga aldri hefur einhver taug verið milli hans og þeirrar sögu sem er þar að baki. Hann byrjaði að grafast fyrir um og safna fornbókum fyrir um sex árum síðan og þá með sérstaka áherslu á þær sem voru prentaðar á Leirárgörðum og á Beitistöðum. Fljótlega eftir að hann fór að safna fornbókunum markvisst þá aflaði hann sér þekkingar á varðveislu þeirra meðal annars hvernig skal meðhöndla þær með tilliti til hreinsunar, viðgerðar og innbindingar. Með þessu móti hefur hann bjargað miklum fjölda fornbóka. Í einkasafni Eyþórs eru þó ekki eingöngu bækur úr Leirársveitinni heldur einnig frá Viðeyjarklaustri, Hrappsey í Dalasýslu, Hólum í Hjaltadal og Skálholti. Einkasafnið telur um 500 hundruð eintök og eru sumar mun fágætari en aðrar og má þar nefna meðal annars Nýtt Lesrím frá Beitistöðum en eingöngu er þar vitað um fimm önnur eintök. Auk þess er að finna Tilskipun danakonungs um að leggja niður Alþingi íslendinga, en eingöngu er vitað um tvö önnur eintök.

Sumarlestur fyrir fullorðna!

Við ætlum ekki að skilja neinn útundan og því höfum við einnig sett af stað sumarlestur fyrir fullorðna (19 ára og eldri). Hann stendur til 1. september, dregið verður úr þátttökumiðum 2. september. Einn þátttökumiði fyrir hverja bók sem lesin er á tímabilinu 1. júlí - 1. september. Hægt er að fylla út miða á safninu eða hér: https://forms.office.com/e/E51rYitGq1

Sumarlestur fyrir ungmenni!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum sett á laggirnar sumarlestur fyrir ungmenni, 13-18 ára, sem stendur til 1. september. Þann 2. september verður dregið úr þátttökumiðum og fær vinningshafi gjafabréf í Pennanum Eymundsson. Einn þátttökumiði fyrir hverja bók sem lesin er á tímabilinu 1. júlí - 1. september. Hægt er að fylla út miða á safninu eða hér: https://forms.office.com/e/vGmHzjk7xU

Írskt föndur

Írsk föndursmiðja fyrir börn á öllum aldri. Alls konar grænt, hvítt og appelsínugult föndurefni í boði til að gera skraut, þar á meðal írska fána, barmmerki, fléttur, bókamerki og margt fleira. Öll velkomin.

Sumarlestur

Komdu á bókasafnið og fáðu afhenta lesbók. Bókasafnsskírteini eru ókeypis fyrir börn. Ef þú átt ekki skírteini kemur þú með foreldri/forráðamanni til að fá skírteini í fyrsta sinn. Sumarlesturinn hefst 3. júní og stendur til 13. ágúst. Húllum-hæ lokhátíð verður 15. ágúst. Vertu með!

Apríl :)

Það verður nóg um að vera hjá okkur í apríl. Bókaormarnir hittast, sem og stóri leshópurinn, Manga-klúbbarnir halda áfram, karlaspjallið og foreldramorgnarnir verða á sínum stað o.s.frv. Þetta má allt sjá á dagatalinu hér til hliðar (smellið á það til að stækka). Apríl er síðasti mánuðurinn sem við höfum opið á laugardögum svo það er um að gera að nýta sér það til hið ítrasta og mæta hvern laugardag enda alltaf eitthvað skemmtilegt í boði. Verið velkomin til okkar alla daga, við tökum vel á móti ykkur :) Gleðilegan apríl!

Langar þig að skrifa glæpasögu?

Í tilefni þess að Eva Björg Ægisdóttir er bæjarlistamaður Akraness langar hana að bjóða upp á kvöldstund þar sem hún fer yfir helstu atriðin í glæpasagnaskrifum, hvernig best sé að skipuleggja skrifin, ferlinu við að gefa út bók og margt, margt fleira. Ef þú hefur gengið með glæpasögu í maganum er tilvalið að mæta og fá innsýn í glæpasagnaskrif og allt sem því fylgir. Hvar: Bókasafn Akraness Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars, kl. 20.00 Skráning á netfangið evabjorg9@gmail.com eða í skilaboðum hér á Facebook. Takmarkað pláss í boði.

Sýningarumsókn

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum, í sýningarkössum, á göflum bókahilla og fleira. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.

Gleðilegt ár!

Dagskrá janúarmánaðar

Nóvember

Hér birtist dagskráin okkar fyrir nóvember.