Apríl :)

Það verður nóg um að vera hjá okkur í apríl. Bókaormarnir hittast, sem og stóri leshópurinn, Manga-klúbbarnir halda áfram, karlaspjallið og foreldramorgnarnir verða á sínum stað o.s.frv. Þetta má allt sjá á dagatalinu hér til hliðar (smellið á það til að stækka). Apríl er síðasti mánuðurinn sem við höfum opið á laugardögum svo það er um að gera að nýta sér það til hið ítrasta og mæta hvern laugardag enda alltaf eitthvað skemmtilegt í boði. Verið velkomin til okkar alla daga, við tökum vel á móti ykkur :) Gleðilegan apríl!

Langar þig að skrifa glæpasögu?

Í tilefni þess að Eva Björg Ægisdóttir er bæjarlistamaður Akraness langar hana að bjóða upp á kvöldstund þar sem hún fer yfir helstu atriðin í glæpasagnaskrifum, hvernig best sé að skipuleggja skrifin, ferlinu við að gefa út bók og margt, margt fleira. Ef þú hefur gengið með glæpasögu í maganum er tilvalið að mæta og fá innsýn í glæpasagnaskrif og allt sem því fylgir. Hvar: Bókasafn Akraness Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars, kl. 20.00 Skráning á netfangið evabjorg9@gmail.com eða í skilaboðum hér á Facebook. Takmarkað pláss í boði.

Sýningarumsókn

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum, í sýningarkössum, á göflum bókahilla og fleira. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.

Gleðilegt ár!

Dagskrá janúarmánaðar

Nóvember

Hér birtist dagskráin okkar fyrir nóvember.

Skapandi straumar

Listasýningin Skapandi straumar er samsýning fjögurra kvenna. Angela Árnadóttir sýnir olíuverk, Arndís Magnúsdóttir verður með ljóð í gylltum ramma, Guðný Sara Birgisdóttir vinnur með innsetningar, skúlptúra og tvívíð verk og Valgerður Magnúsdóttir sýnir bútasaumsverk. Opnun sýningarinnar er föstudaginn 13. október kl. 16. Verið hjartanlega velkomin.

LOKAÐ!

Safnið verður lokað fimmtudaginn 21. september vegna þrifa.

Teiknimyndasagnasmiðja

Dagana 7. og 14. október verður teiknimyndasagnasmiðja fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 18 ára í umsjón Vilborgar Bjarkadóttur. Smiðjan er gjaldfrjáls.

Laugardagar fram að jólum

Laugardagar eru fjölskyldudagar. Dagskráin er tilbúin.

Plast - hóplistasýning

Á þessari hóplistasýningu okkar Eddu, Sjafnar og Tinnu bjóðum við þér að kanna takmarkaleysu sköpunnar í plasti. Sköpun sem verður til þegar við endurskoðum möguleika plasts utan upprunalega tilgangs þess. Með þessari sýningu viljum við ekki einblína á neikvæðu hliðar umbúðanotkunnar, heldur finna innblástur í fjölbreyttni fargaðs efnis.