Apríl :)

Það verður nóg um að vera hjá okkur í apríl. Bókaormarnir hittast, sem og stóri leshópurinn, Manga-klúbbarnir halda áfram, karlaspjallið og foreldramorgnarnir verða á sínum stað o.s.frv. Þetta má allt sjá á dagatalinu hér til hliðar (smellið á það til að stækka). Apríl er síðasti mánuðurinn sem við höfum opið á laugardögum svo það er um að gera að nýta sér það til hið ítrasta og mæta hvern laugardag enda alltaf eitthvað skemmtilegt í boði. Verið velkomin til okkar alla daga, við tökum vel á móti ykkur :) Gleðilegan apríl!