Nóvember

Hér birtist dagskráin okkar fyrir nóvember.

Skapandi straumar

Listasýningin Skapandi straumar er samsýning fjögurra kvenna. Angela Árnadóttir sýnir olíuverk, Arndís Magnúsdóttir verður með ljóð í gylltum ramma, Guðný Sara Birgisdóttir vinnur með innsetningar, skúlptúra og tvívíð verk og Valgerður Magnúsdóttir sýnir bútasaumsverk. Opnun sýningarinnar er föstudaginn 13. október kl. 16. Verið hjartanlega velkomin.

LOKAÐ!

Safnið verður lokað fimmtudaginn 21. september vegna þrifa.

Teiknimyndasagnasmiðja

Dagana 7. og 14. október verður teiknimyndasagnasmiðja fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 18 ára í umsjón Vilborgar Bjarkadóttur. Smiðjan er gjaldfrjáls.

Laugardagar fram að jólum

Laugardagar eru fjölskyldudagar. Dagskráin er tilbúin.

Plast - hóplistasýning

Á þessari hóplistasýningu okkar Eddu, Sjafnar og Tinnu bjóðum við þér að kanna takmarkaleysu sköpunnar í plasti. Sköpun sem verður til þegar við endurskoðum möguleika plasts utan upprunalega tilgangs þess. Með þessari sýningu viljum við ekki einblína á neikvæðu hliðar umbúðanotkunnar, heldur finna innblástur í fjölbreyttni fargaðs efnis.

Gengið af göflunum

Við minnum á samsýningu listamanna á vegum Listfélags Akraness sem haldin er á Bókasafni Akraness dagana 16. júní - 31. ágúst. Verið velkominingu

Myndskreytingarnámskeið

Vilt þú læra að myndskreyta bók? Hefur þú gaman af því að teikna? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Listakonan Tinna Royal verður með námskeið í myndskreytingu dagana 19. - 23. júní. Námskeiðið verður frá kl. 9 - 12 í Svöfusal og er ætlað krökkum í 5. - 7. bekk (f. 2010 - 2013). Það þarf að hafa með sér pennaveski og nesti. Skráning fer fram á Bókasafninu og á netfanginu bokaverdir@akranes.is Námskeiðið er gjaldfrjálst.

Sumarlestur

Sumarlesturinn hefst í næstu viku, fimmtudaginn 1. júní, og er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Til þess að vera með þarf að eiga bókasafnsskírteini en það er ókeypis fyrir börn. Koma þarf með foreldri/forráðamanni til þess að fá skírteini í fyrsta sinn. Svo er bara að skrá sig og hefja lesturinn! Þemað í ár er íþróttir.

Takk fyrir veturinn!

Nú er vetrarstarfinu hjá okkur lokið, það þýðir að ekki verður opið á laugardögum, sögustundir á íslensku, pólsku og úkraínsku fara í sumarfrí sem og Dúlluhópurinn (hannyrðahópur). En það verður mikið um að vera í sumar; sumarlestur barna, listsýningar og ýmsar uppákomur. Fylgist með okkur hér og á fésbókinni. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!