Rafbókasafnið - alltaf opið!

Hefur þú kynnt þér rafbókasafnið? Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafnsins. Markmiðið er að bjóða almenningi upp á ókeypis aðgang að fjölbreyttu úrvali hljóðbóka, rafbóka og tímarita.

Takk fyrir námskeiðið!

Í síðastliðinni viku var hér lista- og leikjanámskeið undir stjórn Vilborgar Bjarkadóttur. Það var ánægjulegt að sjá þegar duglegir myndlistarkrakkar tóku yfir Svöfusal og breyttu honum í töfrandi listarými, þar sem var endalaust pláss fyrir spennandi og sniðugar hugmyndir. Barnahópurinn nýtti vikuna til þess að fræðast um St. Patricksday, réttar sagt írska daga. Ýmislegt var rætt og brallað. Meðal annars var rætt um það þegar byggingar víða um heim fá á sig græna ásýnd þegar ljóskastarar varpa á þær grænum lit í tilefni írskra daga. Við fræddumst einnig um töfra rammgöldrótta álfa, sem eiga gullpotta við endimörk regnbogans. Við tókum einnig fyrir að ræða um happaskeifur, græna hatta, fjögurra blaða smára og hvað eina. Við fórum líka út fyrir þemað, þar sem málaralist var tekin fyrir allt frá Piet Mondrian til Yayoi Kusama, þar sem skoðuð voru geómetrísk sem og lífræn form. Umfram allt fengum við hendur, fætur og höfuðið til þess að sjá betur, hugsa dýpra og þjálfa stórar sem smáar hreyfingar. Við þökkum Vilborgu kærlega fyrir stjórn námskeiðsins og krökkunum fyrir þátttökuna. 

Sumarlestur fyrir ungmenni

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á sumarlestur fyrir 13 - 18 ára 🌺 Þátttökumiða er að finna á bókasafninu en einnig er hægt að skanna kóðann á myndinni og skrá lesturinn þannig rafrænt. Allar bækur og lestur telur 📖 Vertu með! 🌞

Sumarlestur fyrir fullorðna

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á sumarlestur fyrir fullorðna 🌺 Þátttökumiða er að finna á bókasafninu en einnig er hægt að skanna kóðann á myndinni og skrá lesturinn þannig rafrænt. Allar bækur og lestur telur 📖 Vertu með! 🌞

Leikja- og listanámskeið

Dagana 16. - 20. júní (að undanskildum 17.), frá kl. 9 -12, verður boðið upp á leikja- og listanámskeið fyrir börn í 4. - 7. bekk. Námskeiðið er gjaldfrítt. Skráning á netfanginu bokaverdir@akranes.is, síma 433 1200 eða á safninu.

Sumarlestur 2025

Sumarlesturinn 2025 er hafin og stendur hann til 12. ágúst. Írkst þema verður í sumar. Húllum-hæ lokahátíð þann 14. ágúst kl. 14:00.