21.12.2022
Lokað á rauðum dögum, opið virka daga.
26.11.2022
Egill Helgason, hinn eini og sanni, kíkti á okkur í vikunni og skoðaði listaverkið af sjálfum sér eftir Tinnu Royal.
22.11.2022
Aðventusýning í Bókasafni Akraness
Skagakonan Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir sýnir ýmsar jólahannyrðir sínar í Bókasafni Akraness. Hún hefur búið í Innri Akraneshreppi hinum forna og á Akranesi alla sína tíð, er fædd 1935, og starfaði sem hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi Akraness og Dvalarheimilinu Höfða. Nú hefur hún sett upp sýningu á ýmsum jólahannyrðum sínum á Bókasafni Akraness, bæði hekl og útsaum af ýmsu tagi.
"Þetta hef ég verið að föndra við gegnum árin. Það elsta er frá 1962 en hið yngsta bjó ég til á þessu ári. Ég nýt þess að stunda hannyrðir og það besta sem ég fékk í jólagjöf sem krakki var eitthvað til að sauma."
Sýningin á Bókasafni Akraness opnar formlega á fimmtudaginn 24. nóvemnber kl. 16:00 og eru allir velkomnir í kaffi, pönnukökur og kleinur. Hún verður uppi um aðvetuna.
15.11.2022
Loksins, loksins er umsóknarformið komið í lag. Það hefur ekkert breyst og er enn á sama stað - undir umsóknir hér á forsíðunni.
12.11.2022
Upplestur og kynninga á vinarbæjarmótum sl. sumar og haust.
01.11.2022
Skuggaleikhús í dag fyrir yngstu börnin
26.10.2022
Minecraft- Rafrásir. Námskeið frá Skema í Háskólanum í Reykjavík.
Kennt er á rafkerfið í Minecraft og tengt við rafmagnsfræðilögmál alheimsins.
Það hentar fyrir 8-14 ára og við getum tekið á móti 15 börnum.
Skráning í Bókasafninu, í tölvupósti: bokaverdir@akranes.is eða í síma 4331200.
Kostar ekkert.
12.10.2022
Umsóknarformið fyrir Svöfusal er ekki virkt núna. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu.
28.09.2022
Laugardaginn 1. október, hefst vetraropnun safnsins. Þá er opið eins og venjulega á virkum dögum frá 10 – 18 og á laugardögum frá 11 – 14.
Laugardagar eru jafnframt fjölskyldudagar þar sem boðið verður upp á ýmislegt sem fjölskyldan getur gert saman svo sem spil, föndur og fleira.
Einnig má minna á að vetrarstarfið er hafið og má þar telja foreldramorgna, leshringi, karlaspjall og handavinnuhópa.