Öskudagsgleði

Starfsfólk Bókasafnsins tekur á móti sönghópum á öskudaginn. Við viljum gjarnan fá að taka myndir af krökkum í búningum til að eiga í myndasafninu okkar. Verið velkomin frá 12-15.

Hannyrðafólk athugið!

Hvað ert þú með á prjónunum? Kanntu að hekla? Ertu að sauma út? Hannyrðafólk hittist á Bókasafninu á miðvikudögum kl. 14.00. Viltu vera með? Komdu og hittu okkur undir rauðu lömpunum.

Minecraft smiðjur 19. og 26. febrúar

Næstu tvo laugardaga verða Minecraft smiðjur í Svöfusal. Fullbókað er í smiðjuna 19. laugardag, nokkur pláss laus þann 26. febrúar. Hvetjum stelpur jafn sem stráka að skrá sig.

Hverjar eru uppáhalds bækurnar þínar?

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins 2021.