Apríl :)

Það verður nóg um að vera hjá okkur í apríl. Bókaormarnir hittast, sem og stóri leshópurinn, Manga-klúbbarnir halda áfram, karlaspjallið og foreldramorgnarnir verða á sínum stað o.s.frv. Þetta má allt sjá á dagatalinu hér til hliðar (smellið á það til að stækka). Apríl er síðasti mánuðurinn sem við höfum opið á laugardögum svo það er um að gera að nýta sér það til hið ítrasta og mæta hvern laugardag enda alltaf eitthvað skemmtilegt í boði. Verið velkomin til okkar alla daga, við tökum vel á móti ykkur :) Gleðilegan apríl!

Langar þig að skrifa glæpasögu?

Í tilefni þess að Eva Björg Ægisdóttir er bæjarlistamaður Akraness langar hana að bjóða upp á kvöldstund þar sem hún fer yfir helstu atriðin í glæpasagnaskrifum, hvernig best sé að skipuleggja skrifin, ferlinu við að gefa út bók og margt, margt fleira. Ef þú hefur gengið með glæpasögu í maganum er tilvalið að mæta og fá innsýn í glæpasagnaskrif og allt sem því fylgir. Hvar: Bókasafn Akraness Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars, kl. 20.00 Skráning á netfangið evabjorg9@gmail.com eða í skilaboðum hér á Facebook. Takmarkað pláss í boði.

Sýningarumsókn

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum, í sýningarkössum, á göflum bókahilla og fleira. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.

Gleðilegt ár!

Dagskrá janúarmánaðar