04.12.2024
Við höfum opnað fyrir sýningarumsóknir fyrir næsta ár. Sótt er um hér á vefnum, undir hlekknum umsóknir.
Við erum með tvo veggi, sýningarkassa, flexispjöld og svo höfum við notað gaflana á bókahillunum. Svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða, við erum opnar fyrir ýmsu.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um.
03.12.2024
Húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram annan sunnudag í aðventu, 8. desember, á Bókasafni Akraness. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í tæpa 3 tíma með hléi.
Það er Gunnar Björn Gunnarsson stjórnarformaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri og afkomandi Gunnars Gunnarssonar sem les.
Aðgangur er ókeypis, eigum notalega stund á aðventunni.
Athugið!
Bókasafnið er eingöngu opið þeim sem koma til að hlýða á lesturinn.
23.10.2024
Þann 6. nóvember næstkomandi fögnum við 160 ára afmæli bókasafnsins. Af því tilefni verðum við með opið hús laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11 - 14.
14.10.2024
Það verður mikið um að vera á Vökudögum á bókasafninu. Hér má sjá dagskrána.
18.09.2024
Mánudaginn 23. september ætlar rithöfundurinn Guðrún Jónína Magnúsdóttir að koma og kynna bók sína Rokið í stofunni. Kynningin hefst kl. 17:00 og öll eru boðin hjartanlega velkomin.
03.09.2024
Foreldramorgnar hefjast nú á fimmtudaginn. Stefnt er að því að bjóða upp á viðburði í vetur en það verður auglýst síðar. Við erum með hóp á Facebook: Foreldramorgnar á Bókasafni Akraness.
21.08.2024
Glæpafár á Íslandi.
Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags er boðið upp á æsispennandi viðburði tengda íslenskum glæpasögum og glæpasagnaritum á almenningsbókasöfnum vítt og breitt um landið.
Fimmtudaginn 5. september ætlum við að vera með glæpakviss undir stjórn Gurrýjar Haralds.
Öll hjartanlega velkomin!
19.08.2024
Bókasafnið verður lokað 22. - 23. ágúst vegna þrifa.
12.08.2024
Húllum - hæ lokahátíð sumarlesturins.
Í tilefni þess hve allir hafa verið duglegir að lesa í sumar, þá efnum við til lokahátíðar milli klukkan 14:00 og 16:00 fimmtudaginn þann 15. ágúst.
Þar sem boðið verður uppá hinar ýmsu þrautir til að leysa í anda minute to win it. Hinar ýmsu kynjaverur mæta til að sjá og sýna sig, þar má nefna álfa, tröll, skrímsli og dýr. Um miðbik hátíðarinnar mæta sérstakir gestir til að hjálpa til við að draga út sex sumarlesturs vinningshafa. Það er því um að gera að koma sem fyrst og skila inn lestrinum en síðasti dagur til að skila því er þriðjudagurinn 13. ágúst.
Öll velkomin og hvetjum við sérstaklega alla sumarlestrarkrakka til að mæta.
Es. það má mæta í búning
30.07.2024
Harry Potter á afmæli 31. júlí.
Af því tilefni ætlum við að bjóða uppá Harry Potter föndurgerð á milli 13:00-16:00 ásamt fleiru, fylgist með.
Safngestir hvattir til að mæta í búningum.
Kíkið við, alltaf heitt á könnunni, spil, púsl og kubbar, ásamt nýju lesefni, tímaritum og dagblöðum.
Öll velkomin