Nýr Gegnir hefur verið opnaður

Nýja bókasafnakerfið, nýi Gegnir sem byggir á Alma hefur verið opnaður. Kerfið er arftaki Aleph, sem er gamla kerfið okkar. Þá verður ný útgáfa af leitir.is tekin í notkun. Starfsfólk bókasafnsins er að læra á nýja kerfið og þökkum við lánþegum fyrir þolinmæðina undanfarnar tvær vikur meðan kerfisskiptin fóru fram.

Ritsmiðja

ATH. AÐEINS NOKKUR PLÁSS LAUS. Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10–12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er frá kl. 9:30 - 12:00. Skráning fer fram á bókasafninu og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.