Rafbókasafnið - alltaf opið!

Hefur þú kynnt þér rafbókasafnið? Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafnsins. Markmiðið er að bjóða almenningi upp á ókeypis aðgang að fjölbreyttu úrvali hljóðbóka, rafbóka og tímarita.

Takk fyrir námskeiðið!

Í síðastliðinni viku var hér lista- og leikjanámskeið undir stjórn Vilborgar Bjarkadóttur. Það var ánægjulegt að sjá þegar duglegir myndlistarkrakkar tóku yfir Svöfusal og breyttu honum í töfrandi listarými, þar sem var endalaust pláss fyrir spennandi og sniðugar hugmyndir. Barnahópurinn nýtti vikuna til þess að fræðast um St. Patricksday, réttar sagt írska daga. Ýmislegt var rætt og brallað. Meðal annars var rætt um það þegar byggingar víða um heim fá á sig græna ásýnd þegar ljóskastarar varpa á þær grænum lit í tilefni írskra daga. Við fræddumst einnig um töfra rammgöldrótta álfa, sem eiga gullpotta við endimörk regnbogans. Við tókum einnig fyrir að ræða um happaskeifur, græna hatta, fjögurra blaða smára og hvað eina. Við fórum líka út fyrir þemað, þar sem málaralist var tekin fyrir allt frá Piet Mondrian til Yayoi Kusama, þar sem skoðuð voru geómetrísk sem og lífræn form. Umfram allt fengum við hendur, fætur og höfuðið til þess að sjá betur, hugsa dýpra og þjálfa stórar sem smáar hreyfingar. Við þökkum Vilborgu kærlega fyrir stjórn námskeiðsins og krökkunum fyrir þátttökuna. 

Sumarlestur fyrir ungmenni

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á sumarlestur fyrir 13 - 18 ára 🌺 Þátttökumiða er að finna á bókasafninu en einnig er hægt að skanna kóðann á myndinni og skrá lesturinn þannig rafrænt. Allar bækur og lestur telur 📖 Vertu með! 🌞

Sumarlestur fyrir fullorðna

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á sumarlestur fyrir fullorðna 🌺 Þátttökumiða er að finna á bókasafninu en einnig er hægt að skanna kóðann á myndinni og skrá lesturinn þannig rafrænt. Allar bækur og lestur telur 📖 Vertu með! 🌞

Leikja- og listanámskeið

Dagana 16. - 20. júní (að undanskildum 17.), frá kl. 9 -12, verður boðið upp á leikja- og listanámskeið fyrir börn í 4. - 7. bekk. Námskeiðið er gjaldfrítt. Skráning á netfanginu bokaverdir@akranes.is, síma 433 1200 eða á safninu.

Sumarlestur 2025

Sumarlesturinn 2025 er hafin og stendur hann til 12. ágúst. Írkst þema verður í sumar. Húllum-hæ lokahátíð þann 14. ágúst kl. 14:00.

Ritsmiðja með Ragnheiði Gests

Í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag bjóðum við upp á ritsmiðju með Ragnheiði Gestsdóttur en bækur hennar eru gestum okkar vel kunnar. Ragnheiður verður með erindi um glæpasagnaritun og þið fáið tækifæri til að æfa ykkur undir leiðsögn hennar. Ritsmiðjan verður laugardaginn 31. maí, klukkan 14:00. Skráning á bókasafninu. Athugið takmarkað sætaframboð - fyrstur kemur, fyrstur fær.

Apríl

Hér gefur að líta dagskrá okkar fyrir aprílmánuð. Nóg um að vera, fastir liðir eins og venjulega. Nánari lýsingu á viðburðum má sjá hér á heimasíðunni og á facebook-síðunni okkar. Þar geta einnig verið auglýstir viðburðir með styttri fyrirvara svo við hvetjum ykkur til að fylgjast með.

Skammdegi

Lára Magnúsdóttir opnaði sýningu sína Skammdegi síðastliðin laugardag. Skammdegi er myndlistasýning sem fagnar þessum tengslum, þar sem listamaðurinn vinnur með áhrif myrkursins á geðheilsuna, og andlega líðan. Verkin á sýningunni voru unnin yfir þriggja mánaða tímabil á myrkasta tíma ársins. Listamaðurinn nýtir hvert tækifæri til að kanna fjölbreyttar tilfinningar sem vakna í skammdeginu – hvort sem þær eru róandi, órólegar eða þrá eftir birtu. Sýningin býður gestum að staldra við, tengjast eigin upplifun af skammdeginu og finna fegurðina í kyrrðinni sem fylgir því. Það eru alltaf litir einhversstaðar ef maður leitast eftir þeim. Sýning stendur til 10. apríl og er opin á opnunartíma safnsins.

Að brjóta 1000 trönur

Borghildur Jósúadóttir og Bryndís Siemens eru með skemmtilegt og gefandi verkefni hér á bókasafninu þar sem þær kenna börnum og fullorðnum að brjóta Origami-trönu (fugl) úr fallegum pappír. Trönurnar verða síðan hengdar upp á Bókasafninu. Stefnt er á að brjóta 1000 trönur á Akranesi fyrir friði í heiminum. Tranan er orðin friðartákn víða um heim.