Bókakynning - Karl Ágúst Úlfsson mætir í hús og kynnir bók sína Fífl sem ég var miðvikudaginn 3. desember kl. 17:00.
Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum.
Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka. Þá fléttast inn barátta hans sjálfs við illkynja sjúkdóm, sem hefur gengið vonum framar.
Karl Ágúst er ennþá ferskur og bókin segir lesandanum að hann muni áfram gleðja okkur með því að sýna þjóðinni í spéspegilinn (úr Bókatíðindum).