Sumarlestur

Sumarlesturinn hefst í næstu viku, fimmtudaginn 1. júní, og er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Til þess að vera með þarf að eiga bókasafnsskírteini en það er ókeypis fyrir börn. Koma þarf með foreldri/forráðamanni til þess að fá skírteini í fyrsta sinn. Svo er bara að skrá sig og hefja lesturinn! Þemað í ár er íþróttir.

Takk fyrir veturinn!

Nú er vetrarstarfinu hjá okkur lokið, það þýðir að ekki verður opið á laugardögum, sögustundir á íslensku, pólsku og úkraínsku fara í sumarfrí sem og Dúlluhópurinn (hannyrðahópur). En það verður mikið um að vera í sumar; sumarlestur barna, listsýningar og ýmsar uppákomur. Fylgist með okkur hér og á fésbókinni. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!