30.12.2021
Bókasafnið þakkar viðskiptavinum sínum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu og heimsóknir og þátttöku á viðburðum þegar aðstæður leyfðu, á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýtt bókaár.
20.12.2021
Opið verður eins og venjulega alla daga nema lokað verður á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Við minnum á skilakassann okkar í anddyri Krónunnar.
08.12.2021
Í fyrra buðum við rithöfundum til okkar í spjall og birtum það á fésbókarsíðu safnsins. Þetta féll svona líka vel í kramið svo við ákváðum að endurtaka leikinn í ár.
01.12.2021
Laugardaginn 4. desember verður handverksfólk á Akranesi með jólamarkað á bókasafninu.
Fjölbreytt handverk til sölu.