Myndskreytingarnámskeið

Vilt þú læra að myndskreyta bók? Hefur þú gaman af því að teikna? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Listakonan Tinna Royal verður með námskeið í myndskreytingu dagana 19. - 23. júní. Námskeiðið verður frá kl. 9 - 12 í Svöfusal og er ætlað krökkum í 5. - 7. bekk (f. 2010 - 2013). Það þarf að hafa með sér pennaveski og nesti. Skráning fer fram á Bókasafninu og á netfanginu bokaverdir@akranes.is Námskeiðið er gjaldfrjálst.