Foreldramorgnar - umræður

Foreldramorgnar halda áfram á fimmtudagsmorgnum kl. 10 enn sem komið er, kannski kemur annað í ljós á þessum umræðufundi, hver veit. Hlakka til að hitta ykkur og spjalla, Hrafnhildur Maren.

Umsóknir fyrir sýningarárið 2023

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum og/eða í sýningarkössum. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.

Halldóra Jónsdóttir hættir

Halldóra Jónsdóttir lét af störfum sem bæjarbókavörður nú um áramótin og viljum við þakka henni innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Óskum við henni velfarnaðar í framtíðinni. Við hennar starfi tók Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir.