Skilakassi fjarlægður

Vinsamlegast athugið! Þann 1. september verður skilakassinn okkar fjarlægður úr anddyri Krónunnar. Ekki verður því hægt að skila bókum utan opnunartíma safnsins.

Sumarlestri að ljúka og Húllum-hæ handan við hornið.

Nú styttist í annan endann á sumarlestrinum en síðasti dagurinn til þess að skrá lesturinn er nk. föstudag, 12. ágúst. Sumarlesarar eru aldeilis búnir að vera duglegir í sumar og hlökkum við til að fá lokatölur í næstu viku. Húllum-hæið verður á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. ágúst og byrja herlegheitin kl. 14. Við hvetjum alla sumarlesara til að mæta og að sjálfsögðu með góða skapið með í för.

Inga Rósa Loftsdóttir sýnir

Inga Rósa Loftsdóttir myndlistakona hefur opnað sýningu í Bókasafninu og sýnir vatnslitaðar pennateikningar, tarotspil og fleira. Sýningin er opin virka daga kl. 10 - 18, á afgreiðslutíma safnsins. Sýningin stendur yfir til 31. ágúst. Verið hjartanlega velkomin.