Vetraropnun
28.09.2022
Laugardaginn 1. október, hefst vetraropnun safnsins. Þá er opið eins og venjulega á virkum dögum frá 10 – 18 og á laugardögum frá 11 – 14.
Laugardagar eru jafnframt fjölskyldudagar þar sem boðið verður upp á ýmislegt sem fjölskyldan getur gert saman svo sem spil, föndur og fleira.
Einnig má minna á að vetrarstarfið er hafið og má þar telja foreldramorgna, leshringi, karlaspjall og handavinnuhópa.