Vetraropnun

Laugardaginn 1. október, hefst vetraropnun safnsins. Þá er opið eins og venjulega á virkum dögum frá 10 – 18 og á laugardögum frá 11 – 14. Laugardagar eru jafnframt fjölskyldudagar þar sem boðið verður upp á ýmislegt sem fjölskyldan getur gert saman svo sem spil, föndur og fleira. Einnig má minna á að vetrarstarfið er hafið og má þar telja foreldramorgna, leshringi, karlaspjall og handavinnuhópa.

Lokað þriðjudaginn 27. september

Lokað vegna samráðsfundar bókasafna á Vesturlandi.

Edda Agnarasdóttir sýnir

Fyrsti foreldramorgun vetrarins!

Við bjóðum alla foreldra ungbarna og verðandi foreldra hjartanlega velkomna í vöfflukaffi fimmtudaginn 15. september kl. 10.

Bókasafnsdagurinn 8. september - lestur er bestur á öllum tungumálum

Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt: að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu að vera dagur starfsmanna safnanna.