Takk fyrir veturinn!

Nú er vetrarstarfinu hjá okkur lokið, það þýðir að ekki verður opið á laugardögum, sögustundir á íslensku, pólsku og úkraínsku fara í sumarfrí sem og Dúlluhópurinn (hannyrðahópur).
En það verður mikið um að vera í sumar; sumarlestur barna, listsýningar og ýmsar uppákomur. Fylgist með okkur hér og á fésbókinni.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!