Sumarlestur

Sumarlesturinn hefst í næstu viku, fimmtudaginn 1. júní, og er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Til þess að vera með þarf að eiga bókasafnsskírteini en það er ókeypis fyrir börn. Koma þarf með foreldri/forráðamanni til þess að fá skírteini í fyrsta sinn. Svo er bara að skrá sig og hefja lesturinn! Þemað í ár er íþróttir.