Rafbókasafnið - alltaf opið!

Hefur þú kynnt þér rafbókasafnið?

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafnsins. Markmiðið er að bjóða almenningi upp á ókeypis aðgang að fjölbreyttu úrvali hljóðbóka, rafbóka og tímarita, en Rafbókasafnið er aðgengilegt lánþegum nær allra almenningsbókasafna á Íslandi. Þau sem eiga bókasafnskort í gildi hjá Borgarbókasafninu eða öðrum aðildarsöfnum Rafbókasafnsins, geta fengið bækur og tímarit að láni á Rafbókasafninu. Bókasafn Akraness er aðildasafn Rafbókasafnsins.

Við mælum með því að þú skoðir Rafbókasafnið og hvað það hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar um safnið má finna hér. Ef þú þarft frekari aðstoð er velkomið að senda póst á bokaverdir@akranes.is eða kíkja til okkar.