Vetrarstarfið

Vetrarstarfið okkar hefst á morgun, 1. október. Þá hefjast foreldramorgnar á ný, sögustundir o.fl. Frá og með 4. október til og með apríl verður opið á laugardögum frá kl. 11 – 14 og þá er alltaf eitthvað um að vera á sannkölluðum fjölskyldudögum. Dagskrá þeirrra má finna hér í viðburðum og á Fecebook. Nokkrar sýningar eru á dagskrá hjá okkur en nú stendur yfir sýningin Umhverfisvani sem stendur til 10. október. Vert er að minnast á Vökudaga sem eru nú í október og erum við með nokkra viðburði í tengslum við þá. Nánari upplýsingar um alla okkar viðburði má finna hér á síðunni og á Facebook.
Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með starfi okkar á Facebook.