Nýr Gegnir hefur verið opnaður

Nýja bókasafnakerfið, nýi Gegnir sem byggir á Alma frá Exlibris, hefur verið opnaður. Kerfið er arftaki Aleph sem er gamla kerfið okkar. Þá verður ný útgáfa af leitir.is tekin í notkun. Sjálfsafgreiðsluvélin er ekki enn komin í notkun, notendur munu þurfa að búa til ný lykilorð, nánari upplýsingar síðar.
Starfsfólk bókasafnsins er að læra á nýja kerfið og þökkum við lánþegum fyrir þolinmæðina undanfarnar tvær vikur meðan kerfisskiptin fóru fram.