Húllum-hæ!

Húllum - hæ lokahátíð sumarlesturins.
Í tilefni þess hve allir hafa verið duglegir að lesa í sumar, þá efnum við til lokahátíðar milli klukkan 14:00 og 16:00 fimmtudaginn þann 15. ágúst.
Þar sem boðið verður uppá hinar ýmsu þrautir til að leysa í anda minute to win it. Hinar ýmsu kynjaverur mæta til að sjá og sýna sig, þar má nefna álfa, tröll, skrímsli og dýr. Um miðbik hátíðarinnar mæta sérstakir gestir til að hjálpa til við að draga út sex sumarlesturs vinningshafa. Það er því um að gera að koma sem fyrst og skila inn lestrinum en síðasti dagur til að skila því er þriðjudagurinn 13. ágúst.
Öll velkomin og hvetjum við sérstaklega alla sumarlestrarkrakka til að mæta.
Es. það má mæta í búning