Hverjar eru uppáhalds bækurnar þínar?

Bókaverðlaun barnanna 2022
Bókaverðlaun barnanna 2022

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins 2021. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Þetta eru Bókaverðlaun barnanna og kosning fer fram á Bókasafninu, í grunnskólanum eða á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Kosningu lýkur 25. mars. Niðurstöður verða kynntar á sumardaginn fyrsta 21. apríl. Bókasafnið dregur út heppna þátttakendur á sínu safni og veitir bókaverðlaun. 

Bókaverðlaun barnanna er hluti af SÖGUR, verðlaunahátíð barnanna svo að þátttakendur geta stutt sínar uppáhaldsbækur áfram í kosningu KrakkaRÚV fyrir verðlaunahátíðina sem sýnd er í beinni útsendingu á RÚV.