Skapandi straumar

Listasýningin Skapandi straumar er samsýning fjögurra kvenna.

Angela Árnadóttir sýnir olíuverk, Arndís Magnúsdóttir verður með ljóð í gylltum ramma, Guðný Sara Birgisdóttir vinnur með innsetningar, skúlptúra og tvívíð verk og Valgerður Magnúsdóttir sýnir bútasaumsverk.

Opnun sýningarinnar er föstudaginn 13. október kl. 16.

Verið hjartanlega velkomin.