Lokað þriðjudaginn 27. september

Lokað vegna samráðsfundar bókasafna á Vesturlandi.

Edda Agnarasdóttir sýnir

Fyrsti foreldramorgun vetrarins!

Við bjóðum alla foreldra ungbarna og verðandi foreldra hjartanlega velkomna í vöfflukaffi fimmtudaginn 15. september kl. 10.

Bókasafnsdagurinn 8. september - lestur er bestur á öllum tungumálum

Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt: að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu að vera dagur starfsmanna safnanna.

Skilakassi fjarlægður

Vinsamlegast athugið! Þann 1. september verður skilakassinn okkar fjarlægður úr anddyri Krónunnar. Ekki verður því hægt að skila bókum utan opnunartíma safnsins.

Sumarlestri að ljúka og Húllum-hæ handan við hornið.

Nú styttist í annan endann á sumarlestrinum en síðasti dagurinn til þess að skrá lesturinn er nk. föstudag, 12. ágúst. Sumarlesarar eru aldeilis búnir að vera duglegir í sumar og hlökkum við til að fá lokatölur í næstu viku. Húllum-hæið verður á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. ágúst og byrja herlegheitin kl. 14. Við hvetjum alla sumarlesara til að mæta og að sjálfsögðu með góða skapið með í för.

Inga Rósa Loftsdóttir sýnir

Inga Rósa Loftsdóttir myndlistakona hefur opnað sýningu í Bókasafninu og sýnir vatnslitaðar pennateikningar, tarotspil og fleira. Sýningin er opin virka daga kl. 10 - 18, á afgreiðslutíma safnsins. Sýningin stendur yfir til 31. ágúst. Verið hjartanlega velkomin.

Opnunartími um verslunarmannahelgina

Opnunartími um verslunarmannahelgina. Föstudaginn 29. júlí verður opið frá 10 - 14. Verið því tímanlega í að koma og ná ykkur í lesefni fyrir helgina. Opið er eins og venjulega til kl. 18 á fimmtudaginn en lokað á mánudaginn. Við minnum á skilakassann í Krónunni.

Sumarlestur barna

Sumarlestur barna gegnur vel, góð aðsókn og mikil ánægja með "sjóræningann".

Nýr Gegnir, ný lykilorð

Með nýjum Gegni þurfa lánþegar að búa til nýtt lykilorð fyrir Mínar síður á leitir.is og sama lykilorð er notað í Rafbókasafninu.