Í tilefni opnun sýningarinnar sem var sl. fimmtudag kemur Eyþór Guðmundsson í heimsókn þann 11. júlí kl. 14:00 og segir okkur söguna á bak við Old Icelandic Books.
Eyþór Guðmundsson ólst upp í Leirársveit, nánar tiltekið á Beitistöðum en þar var prentsmiðja landsuppfræðingafélagsins fyrir rúmum 200 hundruð árum síðan. Frá unga aldri hefur einhver taug verið milli hans og þeirrar sögu sem er þar að baki. Hann byrjaði að grafast fyrir um og safna fornbókum fyrir um sex árum síðan og þá með sérstaka áherslu á þær sem voru prentaðar á Leirárgörðum og á Beitistöðum.
Fljótlega eftir að hann fór að safna fornbókunum markvisst þá aflaði hann sér þekkingar á varðveislu þeirra meðal annars hvernig skal meðhöndla þær með tilliti til hreinsunar, viðgerðar og innbindingar. Með þessu móti hefur hann bjargað miklum fjölda fornbóka.
Í einkasafni Eyþórs eru þó ekki eingöngu bækur úr Leirársveitinni heldur einnig frá Viðeyjarklaustri, Hrappsey í Dalasýslu, Hólum í Hjaltadal og Skálholti. Einkasafnið telur um 500 hundruð eintök og eru sumar mun fágætari en aðrar og má þar nefna meðal annars Nýtt Lesrím frá Beitistöðum en eingöngu er þar vitað um fimm önnur eintök. Auk þess er að finna Tilskipun danakonungs um að leggja niður Alþingi íslendinga, en eingöngu er vitað um tvö önnur eintök.