09.08.2022
Nú styttist í annan endann á sumarlestrinum en síðasti dagurinn til þess að skrá lesturinn er nk. föstudag, 12. ágúst. Sumarlesarar eru aldeilis búnir að vera duglegir í sumar og hlökkum við til að fá lokatölur í næstu viku.
Húllum-hæið verður á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. ágúst og byrja herlegheitin kl. 14. Við hvetjum alla sumarlesara til að mæta og að sjálfsögðu með góða skapið með í för.
09.08.2022
Inga Rósa Loftsdóttir myndlistakona hefur opnað sýningu í Bókasafninu og sýnir vatnslitaðar pennateikningar, tarotspil og fleira.
Sýningin er opin virka daga kl. 10 - 18, á afgreiðslutíma safnsins. Sýningin stendur yfir til 31. ágúst.
Verið hjartanlega velkomin.
26.07.2022
Opnunartími um verslunarmannahelgina.
Föstudaginn 29. júlí verður opið frá 10 - 14. Verið því tímanlega í að koma og ná ykkur í lesefni fyrir helgina.
Opið er eins og venjulega til kl. 18 á fimmtudaginn en lokað á mánudaginn.
Við minnum á skilakassann í Krónunni.
15.07.2022
Sumarlestur barna gegnur vel, góð aðsókn og mikil ánægja með "sjóræningann".
10.07.2022
Með nýjum Gegni þurfa lánþegar að búa til nýtt lykilorð fyrir Mínar síður á leitir.is og sama lykilorð er notað í Rafbókasafninu.
14.06.2022
Nýja bókasafnakerfið, nýi Gegnir sem byggir á Alma hefur verið opnaður. Kerfið er arftaki Aleph, sem er gamla kerfið okkar. Þá verður ný útgáfa af leitir.is tekin í notkun.
Starfsfólk bókasafnsins er að læra á nýja kerfið og þökkum við lánþegum fyrir þolinmæðina undanfarnar tvær vikur meðan kerfisskiptin fóru fram.
07.06.2022
ATH. AÐEINS NOKKUR PLÁSS LAUS.
Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10–12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er frá kl. 9:30 - 12:00.
Skráning fer fram á bókasafninu og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.
31.05.2022
Kæru vinir.
Bókasafnið verður lokað á morgun, miðvikudaginn 1. júní, vegna þrifa á steinteppi.
Sjáumst á fimmtudaginn!
31.05.2022
Þessa dagana og fram í júní standa yfir kerfisbreytingar á bókasöfnum landsins.
Útlán, skil og frátektir munu virka eins og venjulega út maí en frá 1. júní og þar til nýtt kerfi verður tekið í notkun á tímabilinu 9. – 13. júní munu útlán og skil eingöngu verða möguleg hjá bókavörðum.
03.05.2022
Listaverk leikskólabarna af Garðaseli prýða nú veggi og sýningakassa á bókasafninu. Endilega komið og skoðið þessa flottu sýningu.