Gengið af göflunum

Við minnum á samsýningu listamanna á vegum Listfélags Akraness sem haldin er á Bókasafni Akraness dagana 16. júní - 31. ágúst. Verið velkominingu

Myndskreytingarnámskeið

Vilt þú læra að myndskreyta bók? Hefur þú gaman af því að teikna? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Listakonan Tinna Royal verður með námskeið í myndskreytingu dagana 19. - 23. júní. Námskeiðið verður frá kl. 9 - 12 í Svöfusal og er ætlað krökkum í 5. - 7. bekk (f. 2010 - 2013). Það þarf að hafa með sér pennaveski og nesti. Skráning fer fram á Bókasafninu og á netfanginu bokaverdir@akranes.is Námskeiðið er gjaldfrjálst.

Sumarlestur

Sumarlesturinn hefst í næstu viku, fimmtudaginn 1. júní, og er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Til þess að vera með þarf að eiga bókasafnsskírteini en það er ókeypis fyrir börn. Koma þarf með foreldri/forráðamanni til þess að fá skírteini í fyrsta sinn. Svo er bara að skrá sig og hefja lesturinn! Þemað í ár er íþróttir.

Takk fyrir veturinn!

Nú er vetrarstarfinu hjá okkur lokið, það þýðir að ekki verður opið á laugardögum, sögustundir á íslensku, pólsku og úkraínsku fara í sumarfrí sem og Dúlluhópurinn (hannyrðahópur). En það verður mikið um að vera í sumar; sumarlestur barna, listsýningar og ýmsar uppákomur. Fylgist með okkur hér og á fésbókinni. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Gleðilega páska!

Það verður lokað hjá okkur um páskana en við opnum aftur þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska :)

RIE - örfyrirlestur á foreldramorgni

RIE - Fyrsta æviárið ... þar sem meðvitund, hæglæti og traust leiða í uppeldi ungbarna. Örfyrirlestur mánudaginn 3. apríl kl. 14.00. Hulda Margrét Brynjarsdóttir, Leið að uppeldi.

Vetrardagar á Bókasafninu

Það verður mikið um að vera á Bókasafninu Vetrardögum 16. - 19. mars. Jón Sverrrisson ætlar að segja okkur frá starfi sínu og Vinnuskólans, börnin á Akraseli verða með sýninguna Leikskólinn minn, Héraðsskjalasafnið verður með sýninguna Úr ólíkum áttum, verk úr listaverkaeign Akraneskaupstaðar. Á föstudaginn verður afleggjaskiptimarkaður á safnunu á milli kl. 16 og 18 og á laugardaginn bjóðum við börnum að ættleiða fræ. Gróðursetja fræ og merkja sér pottinn og fylgjast svo með því vaxa þar til það er tilbúið að fara heim.

Foreldramorgnar - umræður

Foreldramorgnar halda áfram á fimmtudagsmorgnum kl. 10 enn sem komið er, kannski kemur annað í ljós á þessum umræðufundi, hver veit. Hlakka til að hitta ykkur og spjalla, Hrafnhildur Maren.

Umsóknir fyrir sýningarárið 2023

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum og/eða í sýningarkössum. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.

Halldóra Jónsdóttir hættir

Halldóra Jónsdóttir lét af störfum sem bæjarbókavörður nú um áramótin og viljum við þakka henni innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Óskum við henni velfarnaðar í framtíðinni. Við hennar starfi tók Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir.