Ritsmiðja með Ragnheiði Gests

Í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag bjóðum við upp á ritsmiðju með Ragnheiði Gestsdóttur en bækur hennar eru gestum okkar vel kunnar. Ragnheiður verður með erindi um glæpasagnaritun og þið fáið tækifæri til að æfa ykkur undir leiðsögn hennar. Ritsmiðjan verður laugardaginn 31. maí, klukkan 14:00. Skráning á bókasafninu. Athugið takmarkað sætaframboð - fyrstur kemur, fyrstur fær.