Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár

Við á bókasafninu erum að setja upp sýninguna Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár.
Þessi klausa er úr grein úr 1. tbl. 1. árg. blaðsins Akranes sem kom út 23. apríl 1942. (Hægt er að lesa greinina í heild sinni á timarit.is: https://timarit.is/page/5462069?iabr=on...).
„Það er einkum tvennt, sem manni kemur jafn snemma í hug, þegar á Akranes er minnst: Sjávarútgerð og kartöflurækt. Í meir en tvo mannsaldra hafa Akraneskartöflurnar haldið velli og verið viðurkenndar sem þær bestu, sem í boði voru, og hafa því haldið vinsældum sínum allt til þessa dags. Þær hafa því fært mörgum Akurnesingi drjúgan skilding í bú, auk þeirra hlunninda, sem það er að hafa slíka vöru til neyzlu allan ársins hring, og sízt má gleyma því, að kartaflan er einhver hollasta fæðutegundin, sem er yfirleitt völ á. Vegna þess mun t.d. gott heilsufar vera háðara kartöfluneyzlunni en margur gerir sér grein fyrir.“