Nýtt bókasafnskerfi í júní

Þessa dagana og fram í júní standa yfir kerfisbreytingar á bókasöfnum landsins.
Útlán, skil og frátektir munu virka eins og venjulega en frá 31. maí og þar til nýtt kerfi verður tekið í notkun á tímabilinu 9. – 13. júní munu útlán og skil eingöngu verða möguleg hjá bókavörðum. Engar sektir verða reiknaðar á tímabilinu. Sjálfsafgreiðsluvélin verður óvirk sem og frátektir og millisafnalán. Þá verður ekki hægt að skrá sig inn á mínar síður á leitir.is, eða framlengja útlánin. Rafbókasafnið verður opið allan tímann.
Það verður ekki hægt að skrá eða tengja nýtt efni fyrr en eftir að nýja kerfið hefur verið tekið í notkun.
Við vonum að allt gangi þetta vel fyrir sig og að þið verðið lítið vör við breytingarnar.
 
Nýja kerfið er arftaki gamla kerfisins, sem er komið til ára sinna og nauðsynlegt að uppfæra.