Sumarlestur barna

Sumarlestur barna er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, en alltaf eru einhver yngri og eldri með. 234 börn eru skráð í ár og þar af eru 129 mjög virk og hafa lesið 600 bækur og samtals 45.000 blaðsíður. Það er sjóræningja þema í ár og reglulega er flaggað sjóræningjafána á fánastöng safnsins og sjóræningi birtist í safninu við mikla lukku lestrarhestanna. Ef þú sérð krakka með hálsmen með sjóræningja peningum á, þá er þar á ferð þátttakandi í sumarlestrinum okkar.