Lokahóf trönuverkefnis þeirra Borghildar Josuadóttur og Bryndísar Siemsen þar sem bæjarbúar komu saman og brutu trönur. „Að brjóta 1000 trönur“ hefur breiðst út um allan heim og byggir á sögunni um litlu stúlkuna Sadako Sasaki sem var tveggja ára þegar sprengjan féll á Hiroshima (1945). Vegna geislavirkni frá sprengjunni greindist hún 10 árum seinna með hvítblæði eins og mörg önnur börn. Vinkona hennar færði henni Origami trönu á sjúkrahúsið, táknræna gjöf. Sadako fór þá að brjóta trönur og náði að brjóta sexhundruð fjörutíu og fjórar trönur fyrir dauða sinn. Vinir hennar brutu þær trönur sem vantaði upp á þúsund. Í framhaldi af því hófu þeir söfnun fyrir minnismerki. Fimmta maí árið 1958 var minnismerkið (The Children´s Peace Monument) vígt í friðargarðinum við Hiroshima (Hiroshima Peace Memorial Park)