Mæðgurnar Guðfinna Rúnarsdóttir og Guðný Sara Birgisdóttir unnu saman að verkinu Blindrif, 10 ljóð eftir Guðfinnu sem urðu að myndskreyttu prentverki eftir Guðnýju. Guðfinna er fædd og uppalin á Akranesi en flutti þaðan um tvítugt. Guðný Sara flutti á Skagann um þrítugt og býr þar ásamt eiginmanni og ungum dætrum. Myndskreytt ljóðin lýsa upplifun tveggja kynslóða af Akranesi sem renna saman í ólíkum listformum.