Það er eitthvað að gerast í geymslunni hjá okkur. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er en..... við höldum að einhverjar verur hafi skriðið út úr eldgömlum bókum og þær eru að hrella okkur. Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera.
Alveg upp úr þurru hafa myndast göng frá inngangnum á skrifstofum bókasafnisns, í gegnum myrkvaða geymsluna og út um skjalasafnið. Við heyrum skelfileg hljóð, ískur, væl...hlátur? Hvernig getur verið vindur í lokaðri, gluggalausri geymslu?
Krakkar! Við fundum bók frá 1645 sem lýsir svipaðri uppákomu og við þurfum á ykkur að halda til að verurnar snúi heim aftur. Komið og aðstoðið okkur. Því fleiri sem fara í gegnum göngin því fyrr hverfa þær.