Viðburðir
Hvenær
11. júlí kl. 14:00-15:00
Eyþór Guðmundsson kemur í heimsókn og segir okkur söguna á bak við Old Icelandic Books.
Eyþór Guðmundsson ólst upp í Leirársveit, nánar tiltekið á Beitistöðum en þar var prentsmiðja landsuppfræðingafélagsins fyrir rúmum 200 hundruð árum síðan. Frá unga aldri hefur einhver taug verið milli hans og þeirrar sögu sem er þar að baki. Hann byrjaði að grafast fyrir um og safna fornbókum fyrir um sex árum síðan og þá með sérstaka áherslu á þær sem voru prentaðar á Leirárgörðum og á Beitistöðum.